30.11.2008 | 04:26
Ekki veit ég um hvað málið snýst
Ekki veit ég um hvað málið snýst, bara af því að ég vill ekki láta lemja mig og berja endalaust og af því að ég seigi ái og hættu að lemja mig og berja þá er ég pirraður. Bara af því að ég vill ekki borga annarra manna skuldir og þeirra sem spiluðu burt annarra manna peninga í póker og verðlausum verðbréfum þá er ég pirraður. Og að því að ég er búin að fá upp í kok að láta alltaf troða ofan á mér og kenna mér um það að allt fór í vaskinn þá er ég pirraður. Bara að því að ég hef skoðun á hlutum og vill ræða það, og að mig langar kannski að tjá mig opinberlega niður á austurvelli og eða annarstaðar þá er ég pirraður. Hvað er að fólki? Er ekki lýðræði hér og er ekki prent og tal frelsi hér, eða er það bara fyrir einhverja útvalda vini Davíðs. Hversu lengi eiga stjórnvöld og Davíðs að fá að níðast á fólkinu, almúganum, sorry skrílnum. Íslendingar erum við ennþá þrælar eða frjálst fólk, látum við endalaust bjóða okkur að komið sé fram við okkur sem þræla og aula. Hvergi í heiminum myndu manneskjur eins og ég og þú láta bjóða sér svona framkomu og níðingsskap. Kæru Íslendingar kvenær er komið nóg af níðingsskap yfirvalda. Ok, so ég er pirraður hvað með það ég hef fullan rétt á því og ana nú.
Ég spyr bara af hverju á ég að borga skuldir þeirra manna sem spila með annar manna peninga?
Af hverju er það mér að kenna að þessir fjárglæpamen eru búin að setja þjóð þessa í gjaldþrot og búin á skömmum tíma setja þjóð þessa langt aftur í fornöld, í skjóli ríkisstjórnar og með verndarhendi hennar leyft að komast undan frá allri ábyrgð, af hverju á ég að bera ábyrgð á þessu?
Ég er bara aumur öryrki og hef ekki fundið fyrir þeim peningum sem allir tala um, seint og síðar meir fengum við eldri borgarar og öryrkjar eftir langa baráttu smáa auka bætur svona í rest og ekki var það nú mikil hækkun og rann stór hluti aftur í ríkiskassann. Á meðan aðrir skömmtuðu sér laun upp í sextíu miljónir og starfsloka samninga upp á hundruðum miljóna og fyrir hvað? að setja þjóðina í gjaldþrot og koma miljarðar út úr landi skatt frítt, okkar fé. Og ekki var nú há tekju skattar á þeim, og hver sá fyrir því? Nú á að spara og hvar á ekki svo að skera niður fyrst jú hjá þeim sem minnst meiga sín, það á nefnilega að skera meðal annars niður hjá eldri borgurum og öryrkjum. Nú er orðið margfalt dýrara að lifa og eins og staðan er nú ná endar ekki saman, hvað þá ef skorið verður niður. En ekki má skera niður hátekjufólkið og ekki má setja á þá hátekjuskatt heldur. Niður skurður alltaf á þeim sem minnst meiga sin. Þetta kallar maður hrekkjusvín og níðinga.
Skipið er löngu sokkið og er um seinan að far að bæta í götin núna. Ríkisstjórnin og seðlabanki höfðu meira en hálft ár til að fyrir byggja hrun Íslands. En þau höfðu ekki áhuga né vilja til að koma í veg fyrir gjaldþrot Íslands. Þetta kom þeim bara ekkert við, það var meira vilji til að skemmta sér og flakka um heim allan á einkaþotum og mæta á leikina í Kína allt á kostnað okkar.
Forseti Íslands og forsetsráðherra, ríkistjórn og seðlabankinn ýtu undir þetta fjárglæpa sukk og niður fall íslands. Mikið er nú æðsta vald seðlabankans fúll út í íslensku þjóðina að setja okkur í þá stöðu að vera dæmdir hryðjuverka fólk og að saka okkur um Gjaldþrot Íslands. Hvers á íslenska þjóðin að gjalda vegna vanhæfni ráðamanna? Var pólitískur vilji fyrir hruni banka og gjaldþroti íslands? Valdagræðgi og hroki eins mans leiðir þjóð sína í glötun. Við borgum og blæðum á meðan þau lifa vel og hirða af okkur fé. Sukkið heldur áfram á okkar kostnað!
Fyrir þá Íslendinga sem en hafa þá sérkennilegu barna trú að halda því fram að núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn beri hagsmuni ykkar fyrir brjósti, eða hafi einhvern áhuga á almenning þá er það mesti misskilningur. Þau hugsa bara um sig og sína, það er ljósara en sólin. Þau eru ósnertanleg og við þjóðin komum þeim ekkert við. Það fólk sem er á þingi er mest þarna fyrir sig sjálfa og bera enga ábyrgð. Ráðherrar og þing menn hugsa bara um að mata sin eigin krók. Það sjá allir sem það vilja um hvern og hverja hagsmuni sé þeim efst. Hér er ekkert lýðræði fyrir alla bara fáa útvalda!
þjóð þessi mun seint bíða þess bætur að halda í þessa ríkisstjórn og núverandi seðlabankastjórn. Með núverandi stjórn höldum við áfram að vera í kreppu til margra tuga ára. Og mest lendir það á þeim sem minnst meiga sín og þeirra sem nú þegar eru skuldum vafin og berjast í bökkum. Við sitjum ekki við sama borð á þessum kreppu tímum. Æðsti menn þjóðar þessa lands eru búin að tryggja sig og missa ekkert. Þau þurfa ekki að svelta og líða illa, ekki þurfa þau að herða sultar ólina en vilja að við gerum það. En það eru þau sem bera ábyrgð á því ástandi sem nú herjar á þjóð þessa.
Forsetsráðherra ber alla ábyrgð, og hann er ekki sá eini sem getur samið við erlenda aðila það er hroki að hald því fram. Burt með geðvonskuna úr seðlabankanum og þeirra sem bera ábyrgð á gjaldþroti Íslands. Látið þá sem bera ábyrgð á þessu ástandi borga skuldirnar. Við borgum ekki skuldir annarra og síst ekki spilafíkla.
Ríkisstjórnin og þingmenn eru ekki að vinna fyrir okkur, aðeins fyrir sig og sína (vini og vanda men). Búið væri að reka þau öll fyrir löngu ef landið væri rekið sem fyrirtæk.
Ef það væri stríð en ekki fjárhags hrun, og yfir okkur rigndu sprengur úr flugvélum sæti ríkisstjórnin í neðanjarðar byrgi í felum frá alþjóð og leiðinlegum fréttasnápum. Og létu þjóðina sitja undir sprengju árásum. Með fyrirfram vitneskju um fyrir hugað árás á Ísland gátu þau komið sér og sínum fyrir í skjól.
Þetta er ekki fallegt en svona standa málin, þeim á þingi og í stjórnarráð er nefnilega alveg sama um fólkið í landinu. það má svelta á meðan þau hafa það gott. Nei það er ekki setið við sama borð!
Er þetta sem þið góðir landsmen viljið, þá verði ykkur að góðu. Munið að þið kusu þetta yfir ykkur. Og haldið áfram að blekkja ykkur, að eitthvað muni breytast með núverandi ríkistjórn. Þingmen og stjórn seðlabanka stjórn og annarra banka.
Hugmynd um breytingar: Það ætti að leggja niður alla flokkspólitík og kjósa næst men og málefni. Svo mætti koma upp öldunga ráð, sem munu bera ábyrgð á ríkistjórnum og ef mál sem nú hefur risið koma upp mun öldunga ráðið koma saman og ákveða hvað ber að gera. Laun efstu manna ekki hærri en fjórföld lægstu laun. verðlag miðað við lægstu laun. Hækki verðlag hækka laun. Öldungaráð væri fólk úr þjóðfélaginu og ekki ráðið í gegnum frændsemi eða klíkuskap. þegar ráðið verður í ráðuneyti verða þeyr sem starfa á því sviði settir í þau ráðuneyti sem það á við.
Til dæmis sjómen í sjávarútvegsráðuneyti, kennarar og skólastjóra í mentamálaráðineyti, bændur og dýra læknar í landbúnaðarráðaneyti, Læknar og hjúkrunarfræðingar í Heilbrigðisráðuneyti. Dómarar, lögmen, lögreglumen, prestar í dóms og kirkjumálaráðuneyti. Og svona mæti koma fólki fyrir í ráðuneytin. Leggja meigi niður Forsetisráðuneyt, Forsetsráðherra yrði sérvalin og ráðin eins og bankastjóri með öldungaráð sem bankaráð. Laun ekki hærri en fjórföld lægstu laun en árangurstengt. Allir úr þjóðfélaginu meiga fara í framboð, ekki fáir útvaldir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Velkomin í bloggheiminn Axel minn... Gaman að sjá þig hér.
Kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.