4.12.2008 | 21:03
Hvað á Davið að gera eftir Seðlabanka ?
Davíð hefur áhyggjur af því hvað hann ætti að gera ef hann verði látin hætta sem seðlabankastjóri.
Nú væri ekki komin tími fyrir hann að setjast niður og skrifa bækur? Væri möguleiki á að bækur hans beri betri ávöxt en það sem frá honum kemur úr húsi seðlabanka.
Og svo gæti hann gerst sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp,Rauða kross eða hjá öðrum hjálparstöðum við að afhenda matvæli til þeirra efna minnstu fjölskyldur og þeirra í matarþörf. Til þeirra sem hafa misst atvinnu og eru öryrkjar eða eldri borgarar sem ekki hafa nóg fjármagn til að kaupa matvörur og aðra nauðsynjar. Og ekki úr vegi að hann styrki þessa staði með fjármagni og almenna aðstoð.
Davíð hefur ekki yfirgefið pólitíkina og þess vegna ekki þörf á að hóta endurkomu aftur inn. Ef það er vilji meirihluta að Davíð yfirgefi seðlabanka þá er það sami hópur sem mun ekki veita honum umboð til að fara í Ríkistjórn aftur.
Best væri fyrir hann sjálfan heilsunar vegna að hætta í seðlabankanum og setjast niður við skriftir, þar er hann bestur.
Ef hann vill ekki fara úr Seðlabanka má finna handa honum þar annað starf, kannski sem sögumanni.
Davíð er nú ekki komið nóg af geðvonsku í garð hina almennu Íslendinga ?
Hugmynd til fjölmiðla er að hætta að eltast við Davíð, hann seigir okkur ekkert sem skiptir máli. Og það sem kemur frá honum er ekki marktækt, nema hvern hug hann ber til þessara þjóðar.
Og kannski sé ástæða þess að hann vill ekki seigja þjóðinni hvers vegna Gordon Brown setti okkur sem þjóð undir hryðjuverkalög en ekki þeirra sem bera hin raunveruleg ábyrgð, er að hann ber sjálfur ábyrgð á því.
Ef Davíð eru orðinn það hræddir við landann að hann þurfi lífvörð og lögreglu til að fylgja sér á milli staða þá er það fyrir bestu, þar sem hann ber stóran hluta ábyrgð á stöðu Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ...innlits-kvitt...
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.